Í dag opnaði Massíf Hús nýja og flotta húsaverksmiðju á Ásbrú, Reykjanesbæ, en verksmiðjan er staðsett að Kliftröð 5 C. Nýja framleiðslan verður nýtt í að framleiða fulltilbúin snjöll heilsárshús, sem verða tilbúin til flutnings á byggingarstað.

Samhliða nýrri verksmiðju kynnti Massíf Hús ehf. ný 5 stjörnu Funkis sumarhús. Funkis húsin munu fást í þremur stærðum, 45m2 (eitt svefnherbergi), 65m2 (tvö svefnherbergi) og 85m2 (tvö svefnherbergi). Funkis sumarhúsin eru sérstaklega hönnuð fyrir íslenskt landslag, en húsin eru einstaklega stílhrein og lagið á húsunum fellur einstaklega vel inn í íslenska landslagið. Funkis húsin verða einnig einstaklega fagurð að innan með vönduðum innréttingum, gólfefnum, rafmagns- og hitakerfi ásamt því að innihalda snjallkerfi fyrir sumarhúsið.

Framleiðsla Funkis sumarhúsanna hefst í sumarlok 2022 og hvetjum við því alla til að tryggja sér framleiðslupláss sem fyrst.